Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fyrir börnin

Amazing North

Amazing North er lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá einkatúra á mikið breyttum fjallabílum. Amazing North er staðsett í Mývatnssveit en hægt er að láta ferðir hefjast líka á Akureyri.

Ferðir í boði Amazing North eru: Askja og Holuhraun, Fossaferðir, Mývatnsrúntur, Norðurljósaferðir, Dettifossferðir, Demantshringurinn, Yndisferðir og svo ferðir sérsniðnar að þínum þörfum.

Yfirgripsmikil þekking okkar á landi, náttúru og þjóð auk þess sem við höfum bara svo gaman að því sem við gerum, gera ferðirnar okkar bæði skemmtilegar og fræðandi.

Við höfum gaman að börnum, þau eru velkomin í flestar ferðir hjá okkur.

Fjöruferðir

Það er fátt skemmtilegra en að vera barn og leika sér í fjörunni. Þar er oftar en ekki að finna marga skemmtilega steina, gömul bein, rekavið og ef maður er heppinn gæti maður rekist á flöskuskeyti. Svo er auðvitað mikið fjör að leika sér í flæðarborðinu og sulla í vatninu.

Fjaran á Vatnsnesinu er til dæmis mjög skemmtileg fjara og þar er líka hægt að skoða seli. Melrakkaslétta er annað dæmi um skemmtilegan stað fyrir fjöruferðir. Það er um að gera að keyra aðeins útfyrir þjóðveginn og skoða fjörurnar á Norðurlandi.

Veiði í vötnum

Veiði er skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. Nóg er að allskonar vötnum á Norðurlandi þar sem börnin geta setið á bakkanum með veiðistangirnar sínar. Svínavatn, Ljósavatn, Ysta-Vík við Grenivík og fleira. Börnin verða líka stolt af því að grilla fiskinn sem þau veiddu í lok dagsins.

Það er einnig mikil upplifun að sitja á bryggjunni og dorga.

Hlíðarfjall

Hlíðarfjall er sannkölluð skíðaparadís þar sem aðstæður til skíða og snjóbrettaiðkunnar eru til fyrirmyndar. Alls eru 24 merktar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli sem eru allar færar við kjöraðstæður. Þar eru sex skíðalyftur og eru aðstæður fyrir gönguskíðafólk hvergi betri.

Það er ógleymanleg upplifun að eyða góðum degi í Hlíðarfjalli.

Hrísey

Hrísey er sú næststærsta við Ísland á eftir Heimaey. Hún er láglend, rís hæst 110 metra yfir sjávarmál, og er vel gróin. Berggrunnur eyjarinnar er blágrýti, um 10 milljón ára gamall. Syðst á eynni er lítið þorp þar sem langflestir íbúarnir búa. Í Hrísey er nýleg sundlaug, skemmtileg fjara og mikil upplifun að keyra um eyjuna á traktor.

Ferjan Sævar gengur á milli Hríseyjar og Árskógssands nokkrum sinnum á dag og tekur ferðin um 15 mínútur hvora leið.

Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin.

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Þar eru upplýstar trimmbrautir og göngustígar. Þegar snjóar er brautin troðin og sporuð fyrir skíðagöngufólk. Í Kjarnaskógi má meðal annars finna leiksvæði með fjölda leiktækja, blakvöll, yfirbyggða grillaðstöðu, fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins og ótal spennandi göngustíga sem liggja um skóginn.

Ýmis söfn

Það getur verið mikil upplifun fyrir börn að skoða söfn. Á Norðurlandi er safnaflóran mjög fjölbreytt og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru nokkur dæmi um áhugaverð söfn fyrir börnin:

Selasetrið á Hvammstanga, Glaumbær í Skagafirði, Jólahúsið í Eyjafirði, Bíla- og tækjasafnið í Stóragerði, Smámunasafnið í Eyjafirði, Hvalasafnið á Húsavík, Fuglasafnið í Mývatnssveit og Flugsafnið á Akureyri.

Húsdýragarðar

Á Norðurlandi er hægt að heimsækja marga sveitabæi og fá að kynnast lífinu í sveitinni og skoða öll fallegu dýrin.

Á Gauksmýri í Húnavatnssýslu eru fjöldi hesta og fuglalífið þar er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. www.gauksmyri.is

Fleiri áhugaverður dýragarðar eru að Krossum í Dalvíkurbyggð, Stóra Dunhaga í Eyjafirði og Keldudalur í Skagafirði.

Skíðasvæðið Tindastóli

Hlíðarfjall er sannkölluð skíðaparadís þar sem aðstæður til skíða og snjóbrettaiðkunnar eru til fyrirmyndar. Alls eru 24 merktar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli sem eru allar færar við kjöraðstæður. Þar eru sex skíðalyftur og eru aðstæður fyrir gönguskíðafólk hvergi betri.

Það er ógleymanleg upplifun að eyða góðum degi í Hlíðarfjalli.

Sellátur

Sellátur er svæði nærri sjó þar sem selir kæpa. Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig og er Vatnsnesið eitt helsta selaskoðunarsvæði Norðurlands. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð.

Sundlaugar

Allir hafa gaman að því að skella sér í sund, busla í barnalaugunum, renna sér í rennibrautunum, taka smá sundsprett eða bara slaka á í heitu pottunum.

Á Norðurlandi er mikið úrval sundlauga og er hver og ein einstök á sinn hátt.

Léttar gönguleiðir

Ganga er heilsusamleg og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Börnum þykir yfirleitt gaman að hreyfa sig en oftast þarf að vera einhver leikur fólginn í hreyfingunni. Mikilvægt er því að gera gönguna spennandi og ævintýralega og aðlaga hana sem mest að áhuga og getu yngstu þátttakendanna til að virkja þau og fá þau til að vilja fara aftur og aftur.

Á Norðurlandi eru margir áhugaverðir staðir sem börn hafa gaman að því að skoða, t.d. ganga í fjörunni við Hvítserk, Borgarvirki á Vatnsnesi, Kálfshamarsvík á Skaga, Kjarnaskógur rétt hjá Akureyri, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Ásbyrgi, svartar fjörur á Melrakkasléttu og margt fleira.

Svo er nauðsynlegt að taka með sér nesti og njóta þess að borða úti í fallegri náttúrunni.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri